Innlent

Fínasta haustveður með þægilegum hita

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það væri eflaust ekki vitlaust að hreinsa frá niðurföllum í dag.
Það væri eflaust ekki vitlaust að hreinsa frá niðurföllum í dag. Vísir/Anton
Það verður vætusamt næstu daga en þó „fínasta haustveður“ með „þægilegum hita.“ Þannig mun til að mynda rigna hraustlega austanlands í kvöld.

Það mun snúast í norðanátt á morgun og kólnr þá fyrir norðan. Að sögn Veðurstofunnar er síðan útlit fyrir áframhaldandi norðanvinda með vætu einkum norðan og austan til með lækkandi hita. Þó verður heitast suðaustanil þar sem hitinn gæti farið allt upp í 16 stig.

Nánar á veðurvef Vísis

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Norðan og norðvestan 8-13 m/s og rigning NA-til fram á kvöld, annars hægari og skúrir eða lítilsháttar rigning, en léttir til syðra. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á SA-landi. 

Á fimmtudag:

Fremur hæg norðlæg átt, skúrir og kólnar dálítið í veðri. 

Á föstudag:

Norðlæg átt og dálítil væta A-til, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast syðst. 

Á laugardag:

Norðaustlæg átt og dálítil ringing eða súld, en bjartviðri SV-til. Hiti breytist lítið. 

Á sunnudag og mánudag:

Líklega áfram norðlæg átt með dálítilli vætu, en þurviðri syðra og kólnar enn í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×