Viðskipti erlent

Lego segir upp 1.400 manns

Atli Ísleifsson skrifar
Hagnaður fyrirtækisins dróst saman um þrjú prósent á fyrri hluta árs.
Hagnaður fyrirtækisins dróst saman um þrjú prósent á fyrri hluta árs. Vísir/Getty

Danski leikfangarisinn Lego hyggst segja upp 1.400 starfsmönnum eftir samdrátt í sölu í Evrópu og Bandaríkjunum.

Danskir fjölmiðlar segja frá því að alls starfi um 19 þúsund manns hjá fyrirtækinu um heim allan, og verða því átta prósent starfsmanna látinn fara.

Hagnaður fyrirtækisins dróst saman um þrjú prósent á fyrri hluta árs og nam 3,4 milljörðum danskra króna, um 57 milljörðum íslenskra króna.

Tekjur drógust sömuleiðis saman um fimm prósent og námu 14,9 milljörðum danskra króna, um 250 milljörðum íslenskra króna.

Í frétt DR segir að milli 500 og 600 af 4.500 starfsmönnum fyrirtækisins í Danmörku verði sagt upp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
0,45
7
86.377
ICEAIR
0,31
29
350.000
SIMINN
0,24
6
82.857
VIS
0
3
2.618

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,62
15
66.450
TM
-1,55
5
70.175
REGINN
-1,19
4
17.494
SKEL
-1,14
15
171.581
REITIR
-1,1
6
128.038