Erlent

Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið

Samúel Karl Ólason skrifar
Búið er að gefa út óveðursviðvaranir á tólf eyjaklösum í Karíbahafinu.
Búið er að gefa út óveðursviðvaranir á tólf eyjaklösum í Karíbahafinu. Windy.com

Fellibylurinn Irma stefnir nú hraðbyr á eyjar Karíbahafsins þar sem varað hefur verið við úrhelli, flóðum, aurskriðum og sterkum vindum. Búist er við því að Irma nái landi á Leeward-eyjum í nótt og í fyrramálið.

Irma náði fimmta stigi fellibylja í dag sem þýðir að meðalvindurinn sem fylgir honum sé um 78 metrar á sekúndu.

Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í Flórída þar sem talið er að Irma lendi á sunnudaginn. Áður mun fellibylurinn þó fara yfir Puerto Rico, Dóminíska lýðveldið, Haítí, Kúbu og Bahamaeyjar. Neyðarástandi hefur einnig verið lýst yfir í Puerto Rico.

Þar hafa hillur verslana verið tæmdar og skólar verða lokaðir á morgun. Búið er að gera neyðarskýli klár sem hýst geta allt að 62 þúsund manns, samkvæmt frétt BBC.

AP fréttaveitan segir að búið sé að gefa út óveðursviðvaranir á tólf eyjaklösum og hafa íbúar og gestir verið hvattir til að yfirgefa svæðið áður en Irma nær þangað.

<
blockquote class="twitter-tweet" data-lang="en">

The Saffir-Simpson wind scale is used to categorise hurricanes as Irma has developed into an 'extremely dangerous' top-level storm pic.twitter.com/rIt9Mf2TdZ

— AFP news agency (@AFP) September 5, 2017


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira