Körfubolti

Þriðji sigur Finna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vísir/getty
Finnar unnu sinn þriðja sigur á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar þeir unnu Grikki 77-89.

Heimamenn voru mjög stöðugir í stigasöfnun sinni og skoruðu 23 stig í fyrsta leikhluta, 22 stig í öðrum og aftur 22 stig í þeim þriðja. Í raun fóru bæði annar og þriðji leikhluti 19-22 fyrir Finna. Staðan fyrir þriðja leikhluta var 52-67 fyrir Finna.

Þeir slökuðu svo aðeins á í fjórða leikhluta og hleyptu Grikkjum inn í leikinn. Minnstur var munurinn 4 stig snemma í fjórða leikhluta, þá þótti Finnum nóg komið og stigu aftur á bensíngjöfina og kláruðu leikinn, lokatölur 77-89.

Barcelona-maðurinn Petteri Koponen var atkvæðamestur Finna í dag með 24 stig. Hann tók 2 fráköst og gaf 6 stopsendingar. Lauri Markkanen, sem hefur verið bestur hjá Finnum hingað til, var næststigahæstur með 17 stig. Hann tók 6 fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Thanasis Antetokounmpo, bróðir hins gríðarsterka Giannis, var stigahæstur Grikkja með 17 stig og 3 fráköst.

Finnar eru síðustu andstæðingar Íslands í mótinu, en leikur Íslands og Finnlands er á morgun klukkan 17:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×