Viðskipti innlent

Sláandi verðsamanburður á Costco í Kanada og á Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Í þættinum Hvar er best að búa, sem sýndur er á Stöð 2 í kvöld, er gerður verðsamanburður á matarverði í Kanada og á Íslandi.

Farið var í Costco-verslun í Halifax í Kanada þar sem keypt var stöðluð matarkarfa þáttanna með algengum matvörum á borð við mjólk, brauð, hakk, safa, eplum, eggjum og grænmeti.

Sama verslanakeðja, sitthvort landið og þetta var niðurstaðan:

Á Íslandi kostaði karfan liðlega átta þúsund og eitt hundrað krónur. Sama karfa í Kanada röskar þrjú þúsund og sex hundruð krónur. Costco-karfan var því 123 prósentum dýrari á Íslandi en í Kanada.

Eðlilegt er í svona samanburði að taka tillit til þess hver launakjör eru í viðkomandi löndum.

Laun eru vissulega hærri á Íslandi, en munurinn er ekki svona mikill. Samkvæmt nýjustu tölum efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD eru meðallaun á Íslandi tæplega 16 prósentum hærri á Íslandi en í Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×