Erlent

Norður Kórea lofar að senda Bandaríkjunum „fleiri“ gjafir

Birgir Olgeirsson skrifar
Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu. Vísir/Getty
Norður kóreskur stjórnarerindreki varaði við því í dag að Norður Kórea sé reiðubúin að senda Bandaríkjunum fleiri „gjafir“ á sama tíma og leiðtogar heimsins reyna að finna lausn á þeirri ógn sem stafar af kjarnorkuvopnatilraunum Norður Kóreumanna.

Haft er eftir Han Tae Song, sem er sendiherra Norður Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, á vef Reuters að Norður Kóreu hafi gert vel heppnaða tilraun með kjarnorkuvopni á sunnudag, en tilraunin var sú sjötta á vegum Norður Kóreu og sú stærsta til þessa.

„Þessar nýlegu sjálfsvarnaræfingar okkar eru gjafir sem eru ætlaðar Bandaríkjunum,“ er haft eftir Han á vef Reuters. „Bandaríkin munu fá fleiri gjafir frá okkur, svo lengi sem þau halda áfram að beita Norður Kóreu þrýstingi.“

Á vef Reuters kemur fram að hvers konar þvinganir á hendur Norður Kóreu hafi borið lítinn til að koma í veg fyrir frekari kjarnorkuvopnaþróun þar í landi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að koma í veg fyrir að Norður Kórea muni ná þeirri stöðu að geta skotið kjarnorkuvopnum á meginland Bandaríkjanna. 


Tengdar fréttir

Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði

„Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×