Erlent

Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Talið er að Irma muni valda mikilli eyðileggingu.
Talið er að Irma muni valda mikilli eyðileggingu. skjáskot
Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi.

Um 5. stigs fellibyl er að ræða og varar Bandaríska fellibyljastofnunin við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu á þeim svæðum sem hún fer um.

Mesti vindhraði sem Irma hefur náð hingað til er um 300 kílómetrar á klukkustund sem gera um 83 metra á sekúndu. Til samanburðar er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu.

Á gagnvirka kortinu hér fyrir neðan má fylgjast með Irmu en rétt er að taka fram að kortið byggir á spám nokkurra daga fram í tímann.


Tengdar fréttir

Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku

Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×