Viðskipti innlent

WOW air flýgur til Dallas

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
WOW air hóf flug til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum.
WOW air hóf flug til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum. Vísir/Vilhelm
WOW air mun hefja áætlunarflug til Dallas í Bandaríkjunum þann 23. maí næstkomandi. Flogið verður á Dallas/Fort Worth-flugvöllinn þrisvar sinnum í viku, það er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Flogið verður í Airbus A330 vél og er brottför frá Keflavík kl 21:30.

„Í kjölfar mikillar velgengi vestanhafs bætum við Dallas við ört stækkandi leiðarkerfi okkar. Það er frábært að geta boðið enn fleirum upp á þann valkost að fljúga ódýrt yfir hafið og ég veit að Dallas er staður sem mun falla vel í kramið hjá Íslendingum enda var Ewing fjölskyldan tíður gestur á heimilum margra hér á árum áður,“ er haft eftir Skúla Mogensen stofnanda og forstjóra WOW air í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Dallas er í Texas og er þriðja stærsta borg ríkisins á eftir Houston og San Antonio. Margir Íslendingar muna eflaust eftir hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Dallas en hægt er að heimsækja Southfork-býlið þar sem Ewing-fjölskyldan hafði aðsetur. Stefið úr þáttunum má heyra hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×