Erlent

Irma hefur þegar valdið miklum skaða

Samúel Karl Ólason skrifar
Irma séð úr geimnum. Til vesturs má svo sjá óveðrið Jose, sem er að styrkjast og stefnir einnig á Karíbahafið.
Irma séð úr geimnum. Til vesturs má svo sjá óveðrið Jose, sem er að styrkjast og stefnir einnig á Karíbahafið. Vísir/AFP

Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið miklum skaða á nokkrum eyjum í Karíbahafinu. Þetta segja yfirvöld í Frakklandi, sem stjórna eyjum á svæðinu. Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjórar sterkustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar.

Engar fregnir hafa borist af mannfalli og Collomb segir að líkur séu á frekari skemdum. Yfirvöld Frakklands sögðust fyrr í dag hafa áhyggjur eftir að þúsundir íbúa á eyjunum neituðu að leita skjóls.

Irma náði fyrst landi á Antigua og Barbuda og fór svo yfir Saint Martin og Saint Barthélemy.

Fellibylurinn Irma er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi samkvæmt mælingum Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Mesti vindhraði sem Irma hefur náð hingað til er um 300 kílómetrar á klukkustund sem gera um 83 metra á sekúndu. Til samanburðar er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu. 

Búist er við því að Irma mun næst skella á Puerto Rico og síðan á Dóminíska lýðveldinu.

Í Puerto Rico búast íbúar við að vera án rafmagns í allt að sex mánuði en búist er við því að Irma muni einnig valda miklum skaða þar samkvæmt frétt Washington Post.


Tengdar fréttir

Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku

Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira