Lífið

Opnað fyrir innsendingar laga í Eurovision: Verðlaunaféð hækkað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslendinga í Eurovision í ár með lagið Paper. Hún hafnaði í 15. sæti fyrra undanúrslitakvöldið og var nokkuð frá því að komast í úrslit.
Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslendinga í Eurovision í ár með lagið Paper. Hún hafnaði í 15. sæti fyrra undanúrslitakvöldið og var nokkuð frá því að komast í úrslit. Vísir/EPA

Söngvakeppnin verður haldin í febrúar og mars 2018 en opnað var fyrir innsendingar laga í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 

„Við leitum að 12 lögum sem hafa burði til að koma Íslandi alla leið í Eurovision! Höfundar sigurlagsins fá að launum þrjár milljónir króna til eigin ráðstöfunar og þann heiður að keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon í Portúgal, í maí á næsta ári. Verðlaunaféð hefur verið hækkað úr einni milljón í þrjár,“ segir í tilkynningunni.

Tvær forkeppnir og glæsileg úrslitakeppni í Laugardalshöll
Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppni verður haldin dagana 10. og 17. febrúar í Háskólabíói, þar sem sex lög keppa og þrjú komast áfram hvort kvöldið.  Úrslitakvöldið verður tveimur vikum síðar, 3. mars 2018. Þar keppa sex lög keppa til úrslita.  Úrslitin fara fram í Laugardalshöll eins og undanfarin tvö.

98% þeirra sem horfðu á sjónvarp úrslitakvöldið fylgdust með keppninni í fyrra, sem er met.  Nýjar stjörnur urðu til í íslensku tónlistarlífi og Svala Björgvinsdóttir var þjóðinni til sóma með einlægum og framúrskarandi flutningi á laginu Paper í Kænugarði.

Líkt og síðustu ár býðst almenningi að vera á staðnum og fá Söngvakeppnina beint í æð og verður miðasala auglýst síðar.  Öll þrjú kvöldin verða skemmtun sem enginn má láta fram hjá sér fara, hvorki þátttakendur, gestir í sal, né sjónvarpsáhorfendur.  

Hægt er að hlaða upp lögum inn á www.songvakeppnin.is fram til föstudagsins 20. októberkl. 23.59. Ekki verður hægt að hlaða upp lögum eftir þann tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.