Viðskipti innlent

Hagnaður Stefnis meira en tvöfaldast milli ára

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Stefnir er dótturfélag Arion banka.
Stefnir er dótturfélag Arion banka. vísir/eyþór
Hagnaður sjóðstýringarfélagsins Stefnis, sem er í eigu Arion banka, nam 669 milljónum króna á fyrri helmingi ársins og meira en tvöfaldaðist á milli ára. Hagnaðurinn var 322 milljónir á sama tíma í fyrra.

Hreinar rekstrartekjur félagsins voru 1,4 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jukust um tæp 49 prósent á milli ára. Á sama tíma jukust rekstrargjöld um 13 prósent og námu 612 milljónum króna.

Eigið fé Stefnis var rúmir 2,2 milljarðar króna og eignirnar 2,8 milljarðar í lok júnímánaðar. Var eiginfjárhlutfallið því 65 prósent.

Eignir í virkri stýringu minnkuðu frá áramótum um 31 milljarð og eru nú 377 milljarðar. Þróun ávöxtunar á innlendum hlutabréfamarkaði, lok líftíma sjóða og innlausnir eru helstu ástæður lækkunarinnar, að sögn forsvarsmanna Stefnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×