Körfubolti

Pedersen: Vil sjá hvort við komumst á þriðja Evrópumótið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var ánægður með frammistöðuna gegn Finnum þótt úrslitin hafi verið neikvæð. Hann vill halda áfram með íslenska landsliðið.

„Það er ekki auðvelt að spila fimmta leik þegar þú tapaðir hinum fjórum á undan með 30 stigum. Þetta lið heldur áfram að berjast. Töpin í hinum leikjunum voru ekki viðbúin en ekki mjög óvænt,“ sagði Pedersen í samtali við Arnar Björnsson eftir leik.

„Frakkar byrja t.d. með þrjá NBA-leikmenn og tvær stórstjörnur í Evrópudeildinni. Við höfum það ekki. Þótt við höfum spilað vel á löngum köflum þá lendirðu strax 20 stigum undir ef þú gefur eftir. Ég er stoltur af liðinu. Við spiluðum frábærlega í kvöld en Finnar náðu að klára þetta.“

Íslendingar voru ekki alltaf ánægðir með dómara leiksins í kvöld.

„Ég var ekki sammála nokkrum ákvörðunum en við verðum að halda ró okkar og halda áfram. Við höfum ekki stjórn á því,“ sagði Pedersen sem hefur áhuga á að halda áfram sem landsliðsþjálfari.

„Já, að sjálfsögðu. Við getum alltaf lært eitthvað þegar við spilum á móti þessum stóru þjóðum. Við lærðum mikið í sumar og það eru hlutir sem við þurfum að taka til skoðunar. Ég vil sjá hvort við getum komist á þriðja Evrópumótið. Það yrði frábært. Ég hlakka til næstu áskorunar,“ sagði Pedersen.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Hörður Axel: Stoltur af okkur

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segist stoltur af frammistöðu íslenska landsliðsins í naumlegu tapi gegn Finnum í lokaleik liðsins á EM í körfubolta í Finnlandi í dag.

Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt

Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×