Körfubolti

Martin: Mátti ekki anda á Markkanen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin Hermannsson skoraði 12 stig í tapinu fyrir Finnum í síðasta leik Íslendinga á EM í körfubolta.

„Þetta var rosalegt, allt í kringum þetta. Leikurinn, áhorfendurnir og dómararnir,“ sagði Martin í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld.

Martin var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum í kvöld og í mótinu öllu.

„Það mátti ekki anda á [Lauri] Markkanen í dag og sama með [Goran] Dragic í gær. Það eru rosalega margir dómar sem við erum ekki að fá sem detta hinum megin. Það gerði ekki útslagið í hinum leikjunum en hafði mikið að segja í þessum leik,“ sagði Martin sem er svekktur út í sjálfan sig fyrir að hafa fengið tæknivillu á mikilvægu augnabliki í 4. leikhluta.

„Það reynsluna í mig og fleiri. Ég fékk klaufalega tæknivillu í lok leiks og reyndi svo sendingu inn á Kristófer [Acox] sem skilaði sér ekki.“

Martin ætlar að spila á fleiri Evrópumótum á ferlinum.

„Ég er 22 ára, Kristó 23 ára, Haukur [Helgi Pálsson] 24 ára. Við komum hingað aftur, engin spurning. Þá verður reynslan meiri og við komum okkur í 16-liða úrslit,“ sagði Martin að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Hörður Axel: Stoltur af okkur

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segist stoltur af frammistöðu íslenska landsliðsins í naumlegu tapi gegn Finnum í lokaleik liðsins á EM í körfubolta í Finnlandi í dag.

Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt

Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×