Viðskipti innlent

Húsnæðismarkaðurinn kaldari í sumar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Svo virðist sem húsnæðismarkaðurinn sé að kólna.
Svo virðist sem húsnæðismarkaðurinn sé að kólna. VÍSIR/ANDRI MARINÓ
Þrátt fyrir meiri veltu á fasteignamarkaði í sumar seldust færri fasteignir í ár en á sama tíma á síðasta ári. Í frétt á vef Íbúðalánaðsjóðs, þar sem stuðst er við gögn frá Þjóðskrá Íslands, kemur fram að velta á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu á nýliðnu sumri – nánar tiltekið í júní, júlí og ágúst - hafi verið 17,3% meiri en á sama tíma í fyrra en kaupsamningar 4% færri.

Það skýrist af því að meðalupphæð hvers kaupsamnings hafi verið 22% í sumar en í fyrrasumar. Fækkunin kaupsamninga í ágúst er sögð hafa verið „sérstaklega áberandi“ en um 14,4% færri samningar voru undirritaðir í nýliðnum mánuði. Veltan var jafnframt 4,9% minni en á sama tíma í fyrra.

Sjá einnig: Húsnæðismarkaður talinn vera að kólna

Athygli vekur að kaupsamningum fækkar einnig á milli sumra á sumum svæðum utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig voru 17% færri kaupsamningar á Suðurnesjum í sumar heldur en á sama tíma í fyrra. Kaupsamningum fjölgaði hins vegar um 18% á Árborgarsvæðinu og 26% á Vestfjörðum.

Þá var mikil fjölgun kaupsamninga í Mosfellsbæ, „ef til vill vegna talsverðs framboðs af nýjum íbúðum þar í bæ,“ áætlar íbúðalánasjóður.


Tengdar fréttir

Húsnæðismarkaðurinn talinn vera að kólna

Það vekur athygli að fasteignaverð á fjölbýli hækkaði aðeins um 0,32 prósent milli mánaða en ekki hefur sést eins lítil hækkun frá því í mars 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×