Bíó og sjónvarp

Bransinn lofsamar Undir trénu: „Ein besta íslenska kvikmynd sem ég hef séð“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauðadreglinum í Feneyjum.
Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauðadreglinum í Feneyjum. vísir/getty
Sérstök hátíðarfrumsýning var á Undir trénu á þriðjudagskvöldið í Háskólabíói og fékk kvikmyndin góðar viðtökur.

Undir trénu tók þátt á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Feneyjum í síðustu viku og fékk góða dóma frá gagnrýnendum, og þá sérstaklega Edda Björgvinsdóttir sem fer með eitt af aðalhlutverkunum.

Undir trénu er dramatísk mynd með eitruðum húmor og þrillerkenndu ívafi þar sem margir af okkar þekktustu leikurum sýna á sér nýjar og magnaðar hliðar.

Með aðalhlutverk í Undir trénu fara Steinþór H. Steinþórsson (Steindi), Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Lára Jóhanna Jónsdóttir.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg / 2011, París norðursins / 2014) er leikstjóri myndarinnar og skrifaði handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi.

Íslendingar virðast vera hrifnir af kvikmyndinni og má sjá hér að neðan nokkra nafntogaða Íslendinga tjá sig um Undir trénu á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir

Edda Björgvins ausin lofi í Feneyjum

Kvikmyndin Undir trénu verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag og virðist hún fá mjög góðar viðtökur meðal gagnrýnanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×