Innlent

Einn slasaður eftir bruna í bílskúr í Skipholti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Eldur kom upp í bílskúr í Skipholti sem búið er í á ellefta tímanum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu slasaðist einn þegar sprenging varð í bílskúrnum og mikill eldur braust út í kjölfarið.

Allt tiltækt lið slökkviliðs var sent á vettvang og eru nú tvær stöðvar að störfum á staðnum.



Slökkvilið er enn að störfum á vettvangi.Vísir/Ernir
Uppfært 10:57:

Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá slökkviliði voru þrír slasaðir. Samkvæmt viðbragðsaðilum á vettvangi er einn slasaður. Þetta hefur verið leiðrétt.

Uppfært 11:07:

Ekki er vitað að svo stöddu hvernig sprengingin varð en slökkviliði barst tilkynning um mikla sprengingu og mikinn eld. 

Enginn gluggi er á húsnæðinu en búið var í bílskúrnum. Líklegt er talið að íbúi bílskúrsins sé hinn slasaði en það er þó ekki staðfest.

Uppfært 15:30:

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið um sprengju að ræða eins og fyrstu upplýsingar frá slökkviliðinu hafi gefið til kynna. Hann segir líklegra að kviknað hafi í út frá kerti. Var fyrirsögn fréttarinnar breytt miðað við þessar upplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×