Golf

Ólafía hefur leik í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Laufey

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag leik á Indy Women In Tech-mótinu sem fer fram í Indiana í Bandaríkjunum.

Ólafía hefur leik klukkan 16.30 að íslenskum tíma og er í ráshópi með Maude-Aimee Leblanc og Sandra Changkija. Sú síðarnefnda er rétt fyrir ofan Ólafíu á peningalista LPGA-mótaraðarinnar en Leblanc er í 126. sæti.

Okkar kona spilaði vel á móti í Portland um síðustu helgi þar sem hún komst í gegnum niðurskurðinn og hafnaði í 39. sæti. Sá árangur dugði henni til að komast inn á Evian Chapmionship-mótið, síðasta stórmót ársins, en það fer fram í næstu viku.

Ólafía fékk tæpar 900 þúsund krónur í sinn hlut fyrir árangurinn og er í 106. sæti peningalistans. 100 efstu kylfingarnir öðlast að nýju þátttökurétt á mótaröðinni fyrir næsta tímabil.

Bein útsending hefst frá mótinu klukkan 19.00 á Golfstöðinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira