Körfubolti

Glæsilegt víkingaklapp í troðfullri höll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Okkar fólk tekur víkingaklappið.
Okkar fólk tekur víkingaklappið. Vísir/Getty
Ísland er úr leik á EM í körfubolta en strákarnir töpuðu öllum sínum leikjum á mótinu, þeim síðasta með litlum mun gegn gestgjöfum Finnlands í gær.

Það var troðfull höll í Helsinki á leiknum í gær en meira en þúsund íslenskir stuðningsmenn voru á staðnum, líkt og í öðrum leikjum Íslands á mótinu.

Íslenskir stuðningsmenn eru fyrir löngu orðnir heimsfrægið fyrir víkingaklappið sitt og það fékk auðvitað að fylgja með á Eurobasket í Finnlandi.

Heimamenn tóku undir í klappinum í leiknum í gær, raunar allir tólf þúsund áhorfendur í höllinni og tókst það mjög vel til. Niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt

Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu.

Leiðtogar íslenska liðsins hugsa sinn gang og gáfu ekkert út

Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson vildu ekki gefa neitt út um framtíð sína með íslenska landsliðinu eftir frábæra frammistöðu en naumt tap íslenska liðsins á móti Finnum í gærkvöldi í lokaleik Íslands á EM í Helsinki. Ísland var yfir á köflum í leiknum en gaf mikið eftir í fjórða og síðasta leikhlutanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×