Handbolti

Rúnar fagnaði sigri á Alfreð | Hüttenberg náði í sitt fyrsta stig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð var væntanlega ekkert alltof sáttur með sína menn.
Alfreð var væntanlega ekkert alltof sáttur með sína menn. vísir/getty
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel töpuðu óvænt fyrir Hannover-Burgdorf, 29-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Rúnar Kárason var ekki á meðal markaskorara hjá Hannover-Burgdorf sem hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu og trónir á toppi deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki. Kiel er hins vegar með fjögur stig í 3. sæti.

Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Hüttenberg náðu í sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar þeir gerðu 23-23 jafntefli við Wetzlar á útivelli.

Ragnar Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir Hüttenberg. Selfyssingurinn var líka fastur fyrir í vörninni og fékk þrjár tveggja mínútna brottvísanir og þar með rautt spjald.

Meistarar Rhein-Neckar Löwen áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Minden að velli. Lokatölur 37-22, Löwen í vil.

Alexander Petersson komst ekki á blað hjá Ljónunum og þá er Guðjón Valur Sigurðsson enn frá vegna meiðsla.

Bjarki Már Elísson lék ekki með Füchse Berlin sem vann góðan útisigur á Magdeburg, 26-30. Berlínarrefirnir hafa unnið báða leiki sína í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×