Viðskipti erlent

Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum

Atli Ísleifsson skrifar
Equifax segir innbrotið hafa átt sér einhvern tímann frá miðjum maí til júlí í ár.
Equifax segir innbrotið hafa átt sér einhvern tímann frá miðjum maí til júlí í ár. Vísir/Getty
Upplýsingar 143 milljóna bandarískra viðskiptavina ráðgjafafyrirtækisins Equifax komust í hendur tölvuhakkara eftir að þeir náðu að brjótast í gegnum netvarnir fyrirtækisins.

Greint er frá málinu á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í tilkynningu frá Equifax sem segir tölvuhakkarana hafa komist yfir kennitölur, fæðingardaga og heimilisföng viðskiptavina.

BBC segir að upplýsingar breskra og kanadískra viðskiptavina hafa einnig fallið í hendur tölvuhakkaranna.

Equifax veitir mat á lánshæfi einstaklinga en fyrirtækið segir tölvuhakkarana ekki hafa komist yfir lánshæfismötin..

Fyrirtækið segir innbrotið hafa átt sér stað einhvern tímann frá miðjum maí til júlí í ár. Hakkararnir eru sagðir hafa komist yfir kreditkortanúmer 209 þúsund viðskiptavina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×