Golf

Ólafía í níunda sæti þegar keppni hefst

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/ernir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði á meðal tíu efstu kylfinga að loknum fyrsta keppnisdegi á Indy Women In Tech Championship mótinu sem fer nú fram í Indiana í Bandaríkjunum.

Eftir að hafa fengið skolla á þriðju holu sinni í gær spilaði hún eins og engill og fékk sex fugla og níu pör á síðustu fimmtán holunum sínum.

Það er mikið í húfi fyrir Ólafíu í dag þar sem að aðeins þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn fá verðlaunafé. Ólafía er sem stendur í 106. sæti peningalistans en 100 efstu endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni.

Lexi Thompson frá Bandaríkjunum, sem er í þriðja sæti heimslistans og efsta sæti peningalistans, er í forystu eftir fyrsta keppnisdag eftir að hafa spilað á 63 höggum í dag, níu höggum undir pari vallarins. Thompson fékk í gær ellefu fugla og tvo skolla.

Ólafía á rástíma klukkan 11.30 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með gengi hennar á heimasíðu LPGA-síðunnar.

Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 19.00 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira