Innlent

Tröllaukinn segulstormur framkallar litadýrð á himni

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Stór segulstormur skellur á jörðinni um þessar mundir.
Stór segulstormur skellur á jörðinni um þessar mundir. vísir/ernir
Afleiðingar öflugs sólblossa dynja nú á jörðinni. Hlaðnar agnir hafa síðustu daga framkallað mikil norðurljós og líkur eru á að litadýrðin verði mikil á himni næstu daga.

Í raun eru um tvo aðskilda atburði að ræða. Kórónuskvettan sem fylgdi sólblossanum mikla sameinaðist öðrum blossa sem átti sér stað fyrr í mánuðinum. Þetta er ástæðan fyrir því að virknin er svo mikil. Í atburðum af þessari stærðargráðu getur norðurljósakraginn teygt úr sér og fer mögulega suður fyrir landið. Þó eru góðar líkur á að mikil norðurljósasýning verði á himni á laugardaginn.

„Þetta kemur í kjölfarið á einu stærsta sólgosi sem orðið hefur síðustu tíu árin eða svo,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. „Það ætti að hægjast á þessu eftir helgi. En þetta byrjar síðan aftur á þriðjudaginn í næstu viku,“ segir Sævar.

Öflugir segulstormar geta haft áhrif á fjarskiptakerfi, þá sérstaklega á útvarpsbylgjur með stutta tíðni. „Þetta er ekki nógu stórt til valda slíkum röskunum. Þetta er fyrst og fremst fallegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×