Innlent

The Times hvetur ferðamenn að fljúga beint til Akureyrar

Þórdís Valsdóttir skrifar
Flogið verður beint til Akureyrar frá nokkrum borgum í Bretlandi á næsta ári.
Flogið verður beint til Akureyrar frá nokkrum borgum í Bretlandi á næsta ári. vísir/völundur

Breska fréttaveitan The Times hvetur ferðamenn sem hafa áður ferðast til Reykjavíkur að ferðast heldur til Akureyrar og fara þannig ótroðnar slóðir.

Í greininni kemur fram að á næsta ári verður mögulegt að fljúga beint til Akureyrar frá ellefu borgum í Bretlandi. Innifalið í ferðinni, sem kostar tæplega hundrað þúsund krónur, er gisting í þrjár nætur og skipulögð ferð að Goðafossi og Dimmuborgum.

Ferðaskrifstofan Super Break stendur fyrir ferðunum og tekið er fram að ferðirnar séu tilvaldar til þess að fara á norðurljósaveiðar.

Fjöldinn allur af ferðamönnum ferðast til landsins á hverju ári í þeim tilgangi einum að berja norðurljósin augum og eru væntingar fólks gífurlegar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.