Körfubolti

Ítalska vörnin stöðvaði Finna | Grikkland sló út Litháen

Ítalir blaka finnsku skoti í burtu í leiknum í dag.
Ítalir blaka finnsku skoti í burtu í leiknum í dag. Vísir/Getty

Ítalía komst áfram í 8-liða úrslit Eurobasket með 70-57 sigri á Finnlandi í dag en Grikkland sem var líkt og Finnland með Ísland í riðli komst áfram með þrettán stiga sigri á Litháen 77-64 í lokaleik dagsins.

Finnland sem vann óvænt alla leiki riðilsins nema einn á heimavelli lenti strax í vandræðum með sóknarleikinn og var staðan 48-29 fyrir Ítalíu í hálfleik. Náðu Finnar aðeins að klóra í bakkann í seinni hálfleik en aldrei að ógna forskoti Ítala.

Var Marco Belinelli stigahæstur í leiknum með 22 stig en ítalska liðið mætir sigurvegara leiks Serbíu og Ungverjalands í 8-liða úrslitum en sá leikur fer fram á morgun.

Þá lauk leik Grikklands og Litháen með öruggum sigri Grikkja þrátt fyrir að þeir leiki án sinnar skærustu NBA-stjörnu en góðar rispur í 1. og 3. leikhluta leiksins skiluðu Grikkjunum sigrinum í kvöld.

Kostas Sloukas var stigahæstur í gríska liðinu með 21 stig en aðeins 2144 áhorfendur mættu á leikinn í Istanbúl í kvöld.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira