Körfubolti

Ítalska vörnin stöðvaði Finna | Grikkland sló út Litháen

Ítalir blaka finnsku skoti í burtu í leiknum í dag.
Ítalir blaka finnsku skoti í burtu í leiknum í dag. Vísir/Getty
Ítalía komst áfram í 8-liða úrslit Eurobasket með 70-57 sigri á Finnlandi í dag en Grikkland sem var líkt og Finnland með Ísland í riðli komst áfram með þrettán stiga sigri á Litháen 77-64 í lokaleik dagsins.

Finnland sem vann óvænt alla leiki riðilsins nema einn á heimavelli lenti strax í vandræðum með sóknarleikinn og var staðan 48-29 fyrir Ítalíu í hálfleik. Náðu Finnar aðeins að klóra í bakkann í seinni hálfleik en aldrei að ógna forskoti Ítala.

Var Marco Belinelli stigahæstur í leiknum með 22 stig en ítalska liðið mætir sigurvegara leiks Serbíu og Ungverjalands í 8-liða úrslitum en sá leikur fer fram á morgun.

Þá lauk leik Grikklands og Litháen með öruggum sigri Grikkja þrátt fyrir að þeir leiki án sinnar skærustu NBA-stjörnu en góðar rispur í 1. og 3. leikhluta leiksins skiluðu Grikkjunum sigrinum í kvöld.

Kostas Sloukas var stigahæstur í gríska liðinu með 21 stig en aðeins 2144 áhorfendur mættu á leikinn í Istanbúl í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×