Golf

Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn var mögnuð í dag.
Ólafía Þórunn var mögnuð í dag. Vísir/Getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum besta árangri á LPGA-mótaröðinni er hún hafnaði í fjórða sæti á Indy Women In Tech-mótinu á LGPA-mótaröðinni í dag.

Ólafía var í baráttu tíu efstu á lokahringnum í dag en hoppaði upp í fjórða sætið er hún vippaði fyrir erni á átjándu holu. Þar með skilaði hún sér í hús á 68 höggum og þrettán höggum undir pari samtals.

Tekjur Ólafíu á mótinu fara langt með að tryggja henni þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næstu leiktíð en vippið magnaða má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni í lýsingu Karenar Sævarsdóttur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira