Erlent

Öryggisverðir Erdogan ákærðir fyrir að berja mótmælendur í Washington-borg

Kjartan Kjartansson skrifar
Öryggisverðir Erdogan réðust á mótmælendur við tyrkneska sendiráðið þegar hann kom til Washington-borgar að hitta Trump í maí.
Öryggisverðir Erdogan réðust á mótmælendur við tyrkneska sendiráðið þegar hann kom til Washington-borgar að hitta Trump í maí. Vísir/Getty
Nítján menn hafa verið ákærðir fyrir að beita mótmælendur ofbeldi í opinberri heimsókn Receps Erdogan, forseta Tyrklands, til Bandaríkjanna í maí. Bandaríska blaðið Politico greinir frá þessu. Fimmtán þeirra eru tyrkneskir öryggisverðir Erdogan.

Fjöldi myndbanda náðist af því þegar föruneyti Erdogan gekk í skrokk á mótmælendum sem höfðu safnast saman fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Washington-borg 17. maí. Erdogan var í Bandaríkjunum til að hitta Donald Trump forseta.

Ríkisstjórn Trump fordæmdi framferði starfsmenn tyrkneska sendiráðsins. 

Tyrkneska utanríkisráðuneytið brást hins vegar ókvæða við. Kallaði það sendiherra Bandaríkjanna í Ankara á fund sinn til þess að kvarta yfir atvikinu og kenndi það bandarískum stjórnvöldum um að það hefð átt sér stað.


Tengdar fréttir

Mótmælendur tókust á við lífverði Erdogans

Til átaka kom í Washington í nótt fyrir utan tyrkneska sendiráðið á milli mótmælenda og lífvarða Erdogans forsætisráðherra sem nú er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Níu særðust og tveir voru handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×