Innlent

Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Starfsmennirnir, fimm kínverjar, fengu loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi.
Starfsmennirnir, fimm kínverjar, fengu loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi. Vísir/Pjetur
Eigandi veitingastaðar á Akureyri er grunaður um vinnumansal. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum.

Á vef RÚV kemur fram að umræddur veitingastaður sé Sjanghæ sem er við Strandgötu á Akureyri. Eigandi veitingastaðarins er grunuð um vinnumansalið en starfsmennirnir, fimm kínverjar, fengu loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi, gegn því að greiða háa fjárhæð fyrir.

Eftirlitsmenn frá stéttarfélaginu Eining-Iðja og fleiri opinberir aðilar eru nú að skoða hver kom fólkinu frá Kína hingað til lands. Eftirlitsmennirnir fóru á veitingastaðinn klukkan sex í dag með kínverskan túlk til að ræða við starfsfólkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×