Erlent

Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1

Samúel Karl Ólason skrifar
Geimvísindamenn tilkynntu í febrúar að sjö plánetur á stærð við jörðina væru á braut um rauðu dvergstjörnuna Trappist-1 sem er í um 40 ljósára fjarlægð.
Geimvísindamenn tilkynntu í febrúar að sjö plánetur á stærð við jörðina væru á braut um rauðu dvergstjörnuna Trappist-1 sem er í um 40 ljósára fjarlægð. Vísir/NASA
Alþjóðlegt teymi geimvísindamanna fundu vísbendingar um vatn á ytri reikistjórnum sólkerfisins Trappist-1. Geimvísindamenn tilkynntu í febrúar að sjö plánetur á stærð við jörðina væru á braut um rauðu dvergstjörnuna Trappist-1 sem er í um 40 ljósára fjarlægð. Sólkerfið þótti mjög lífvænlegt og var talið mögulegt að vatn gæti fundist í fljótandi formi á minnst þremur reikistjörnum innan lífbeltisins.

Ekki er hægt að segja að fljótandi vatn leynist á plánetunum. Eins og það er útskýrt á Stjörnufræðivefnum þá mældu vísindamennirnir útfjólublátt ljós frá reikistjörnunum í sólkerfinu. Það klýfur vatnsgufu úr lofthjúpum í vetni og súrefni.



Vetnið streymir út í geiminn, þar sem það er mjög létt og með því að mæla það telja vísindamennirnir að reikistjörnurnar hafi tapað miklu magni af vatni í gegnum tíðina. Þá sérstaklega innstu reikistjörnurnar Trappist-1a og 1b.

Þær gætu hafa misst vatn sem jafngildir um tuttugu sinnum því magni sem finna má í höfum jarðarinnar á átta milljörðum ára.

Sjá einnig: Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin



Pláneturnar e,f og g hafa líklega tapað mun minna af vatni. Mögulegt er að þar sé enn vatn og jafnvel í fljótandi formi. Vísindamennirnir taka þó fram að ekki sé hægt að segja af eða á.


Tengdar fréttir

„Við viljum finna aðra Jörð“

Sævar Helgi Bragason segir að uppgötvun á sjö reikistjörnum á stærð við jörðu sé býsna merkileg, ekki síst fyrir þær sakir hversu nálægt okkur reikistjörnurnar eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×