Lífið

Myndir úr brúðkaupi Þórdísar Kolbrúnar og Hjalta

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það var glatt á hjalla í Akranesi og Mosfellsbæ í gærkvöldi.
Það var glatt á hjalla í Akranesi og Mosfellsbæ í gærkvöldi. Inst
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, gekk í gær að eiga Hjalta Sigvaldason Mogensen við hátíðlega athöfn í Akraneskirkju.

Eins og allir sem voru á suðvesturhorni landsins í gær tóku eftir lék veðrið við hvurn sinn fingur og átti Hjalti því ekki neinum vandræðum með að aka brúðarbílnum, forláta Porche, að Hlégarði í Mosfellsbæ þar sem veislan fór fram.

Fólk virðist á einu máli um að ræða foreldra Hjalta, þeirra Kristínar og Sigvalda, hafi slegið í gegn - „sem meðal annars snerist um þakklátt starf fyrir Sjálfstæðisflokkinn (sem sagt barnapössun),“ eins og Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, lýsir henni.

Hér að neðan má svo sjá myndirnar sem gestirnir tóku í veislunni. Þá má einnig sjá nokkrar myndir úr gæsun Þórdísar sem vinkonur hennar stóðu fyrir í júlílok en þar kom forsætisráðherra meðal annarra við sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×