Erlent

Julian lést í árásinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjölskyldumeðlimir Julians Cadman lýstu eftir honum um helgina.
Fjölskyldumeðlimir Julians Cadman lýstu eftir honum um helgina.
Hinn sjö ára gamli Julian Cadman, sem lýst hafði verið eftir, lést í árásinni í Barselóna á fimmtudag.

Hann og móðir hans slösuðust bæði þegar hvítum sendiferðabíl var ekið niður Römbluna með þeim afleiðingum að 13 létust og 100 særðust. Nú er komið á daginn að Julian var einn þeirra.

Sjá einnig: Lögreglan og utanríkisráðuneytið þvertaka fyrir að Julian sé fundinn

Fjölskylda Julian sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þetta kemur fram og segir hún að þau muni „aldrei gleyma brosi hans“ og að þau muni minnast hans með söknuði.

Hún hefur farið þess á leit við katalónsku lögregluna að fá allar upplýsingar um mál hans og svör við því hvers vegna hann hafi ekki fundist fyrr.

Beðið eftir niðurstöðum DNA-prófa

Afi Julians deildi myndum af honum á samfélagsmiðlum og óskaði eftir aðstoð almennings við að hafa uppi á honum. Tugþúsundir deildu myndum af honum og um tíma var talið að hann væri fundinn. Lögreglan og breska utanríkisráðuneytið voru þó fljót að bera þær fréttir til baka.

Í samtali við Telegraph segir lögreglan að ekki hafi verið hægt fram til þessa að ganga úr skugga að um Julian væri að ræða því bíða þurfti niðurstaðna úr lífssýnatöku.

Talið er að Julian hafi verið fluttur til Ciutat de la Justicia eftir árásina þangað sem farið var með fórnarlömbin til greiningar. Í kjölfarið hafi hann svo verið fluttur með móður sinni, í lögreglufylgd, á sjúkrahúsið Vall d'Hebron þar sem móðir hans gekkst undir aðgerð og er enn sögð í lífshættu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×