Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Það heyrir til algjörra undantekninga að foreldrar barna með alvarlega sjúkdóma fái skattaívilnanir. Þetta segir móðir langveiks drengs sem sóttu um ívilnun og fékk synjun, þrátt fyrir að beinn kostnaður vegna veikinda drengsins hefði það árið verið á aðra milljón króna. Fjölmargir foreldrar veikra barna sækja um slíkar ívilnanir, en þær eru sjaldan samþykktar. Við fjöllum ítarlega um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þar verður líka farið yfir helstu atburði næturinnar, en lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á Menningarnótt. Við skoðum líka nýjan miðbæ sem rís fljótlega á Selfossi, og kíkjum í fyrsta trampólíngarðinn sem opnar hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×