Enski boltinn

Conte: Wembley frábær fyrir andstæðinginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. vísir/epa
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, segir það frábært fyrir andstæðinga Tottenham að koma á Wembley.

Chelsea vann 1-2 sigur á Tottenham á Wembley í dag, en Tottenham spilar heimaleiki sína á þjóðarleikvanginum á meðan verið er að byggja nýjan White Hart Lane.

Sjá einnig: Alonso stal sigrinum fyrir Chelsea

„Andrúmsloftið var mjög sterkt fyrir okkur. Okkar stuðningsmenn reyndu að láta í sér heyra yfir 70 þúsund stuðningsmenn Tottenham, en í sannleika sagt þá hjálpaði andrúmsloftið okkur líka,“ sagði Conte.

„Stemmingin sem myndast á þessum frábæra velli er líka góð fyrir andstæðinginn.“

Conte hrósaði frammistöðu síns liðs sem kom til baka eftir 3-2 tap gegn Burnley í fyrstu umferðinni.

„Ég verð að vera ánægður. Ég vil þakka leikmönnunum mínum því þeir sýndu mikinn vilja og karakter. Ég sá bardagamennina í þeim í dag.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×