Golf

Solheim bikarinn fór til Bandaríkjanna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lið Bandaríkjanna fór með sigur af hólmi.
Lið Bandaríkjanna fór með sigur af hólmi. Mynd/Getty
Bandaríkin unnu Solheim bikarinn í golfi eftir sigur á liði Evrópu um helgina.

Fyrir daginn í dag leiddi lið Bandaríkjanna með 10 og hálfan sigur gegn 5 og hálfum sigri liðs Evrópu.

Cristie Kerr og Paula Creamer unnu sínar viðureignir og Angel Yin tryggði hálft stig fyrir Bandaríkin, en liðið þurfti aðeins þrjú og hálft stig til þess að tryggja sér sigurinn.

Það var svo Lizette Salas sem sigraði Jodi Ewart Shadoff og tryggði liði Bandaríkjanna bikarinn.

„Að tryggja stigið sem færði okkur sigurinn er ótrúlegt. Hendurnar á mér skulfu allar, þetta er einstök tilfinning,“ sagði Salas.

Fyrirliði evrópska liðsins, Annika Sorenstam sagði liðið einfaldlega hafa verið útspilað í dag.


Tengdar fréttir

Bandaríkin leiða eftir fyrsta dag Solheim bikarsins

Úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu í kvennagólfi mætast nú um helgina í Iowa í Bandaríkjunum þar sem keppt er um Solheim bikarinn. Bandaríkin fara með ágætis forskot inn í annan keppnisdaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×