Innlent

Bíll hafnaði uppi á umferðareyju við Hafnarfjarðarveg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bíllinn hafnaði upp á umferðareyju við gatnamótin og lá þar á hliðinni þegar viðbragðsaðila bar að garði.
Bíllinn hafnaði upp á umferðareyju við gatnamótin og lá þar á hliðinni þegar viðbragðsaðila bar að garði. Vísir/Hulda
Bílvelta varð á gatnamótum Hafnarfjarðar- og Reykjavíkurvegar í morgun. Varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ekki kunnugt um tildrög slyssins en minniháttar meiðsl urðu á fólki.

Enginn var fluttur á sjúkrahús vegna bílveltunnar sem varð nú á níunda tímanum í morgun, en meiðsl á fólki voru minniháttar eða engin. Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við Vísi að slökkviliðið vinni nú að því að hreinsa upp gírolíu á vettvangi. Þá hefur dráttarbíll verið kallaður út sem mun koma og draga bílinn sem valt á brott.

Á myndum frá slysstað sést að bíllinn liggur á hliðinni uppi á umferðareyju við gatnamót Hafnarfjarðar- og Reykjavíkurvegar. Ekki er vitað um tildrög veltunnar og þá hafa heldur ekki fengist upplýsingar um hvort aðrir ökumenn hafi átt hlut að máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×