Enski boltinn

Fullyrt að Coutinho sé úr sögunni hjá Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Philippe Coutinho hefur leikið með Liverpool síðan 2012.
Philippe Coutinho hefur leikið með Liverpool síðan 2012. vísir/getty
Spænska blaðið Mundo Deportivo segir að Barcelona hafi ákveðið að snúa sér að öðrum leikmönnum og hætta að reyna að kaupa Coutinho frá Liverpool. Enska liðið hefur þegar hafnað þremur tilboðum frá Börsungum í Brasilíumanninn öfluga.

Mundo Deportivo vísar í spænsku útvarpsstöðina RAC1 sem fullyrðir að það sé nú ómögulegt fyrir Barcelona að kaupa Coutinho.

Coutinho hefur ekkert spilað með Liverpool í upphafi leiktíðar en ástæðan fyrir því eru sögð vera bakmeiðsli. Þó hefur verið fullyrt að Coutinho hafi formlega farið fram á sölu frá félaginu og að hann hafi neitað að spila aftur með Liverpool.

Enn fremur hafi forráðamenn Barcelona sett lokafrest á nýjasta tilboð sitt, sem Liverpool hafi engu að síður þegar hafnað. Fullyrt var í The Times að Barcelona hafi sagt að félagið myndi draga tilboðið til baka yrði því ekki tekið fyrir klukkan sjö í gærkvöldi.

Liverpool breytti ekki afstöðu sinni. Eigendur félagsins hafa ítrkeað sagt að Coutinho sé ekki til sölu og virðast ætla að halda í það.


Tengdar fréttir

Loksins fékk skynsemin að ráða í brjáluðum heimi félagaskipta

"Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.

Coutinho ekki með gegn Crystal Palace

Philippe Coutinho leikur ekki með Liverpool gegn Crystal Palace í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn kemur vegna bakmeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×