Erlent

Bíl ekið á fólk á strætóstoppistöðvum í Marseille

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hefur beðið almenning um að halda sig fjarri gamla hafnarsvæðinu í Marseille.
Lögregla hefur beðið almenning um að halda sig fjarri gamla hafnarsvæðinu í Marseille. Vísir/Getty
Einn er látinn og annar særður eftir að bíl var ekið á tvær strætóstoppistöðvar í frönsku borginni Marseille í morgun.

Lögregla hefur handtekið mann vegna málsins.

Í frétt Guardian segir að bíl hafi fyrst verið ekið á tvo uppi á gangstétt við strætóstoppistöð í hverfinu Croix-Rouge í norðurhluta borgarinnar klukkan 8:15 að staðartíma. Um klukkustund síðar var bílnum ekið á aðra strætóstoppistöð í Valentine-hverfi þar sem einn lét lífið.

 

Lögregla handtók manninn síðar á gamla hafnarsvæðinu í borginni. Segir að um sé að ræða 35 ára gamlan mann með sakaferil að baki. Hefur lögregla beðið almenning um að halda sig fjarri gamla hafnarsvæðinu.

Uppfært 10:34:

BBC greinir frá því að kona hafi látið lífið þegar bílnum var ekið á síðari stoppistöðina. Greini franskir fjölmiðlar frá því að maðurinn sé á skrá hjá lögreglu og eigi mögulega við andleg veikindi að stríða. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverkaárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×