Enski boltinn

Nýliðarnir slá félagaskiptametið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Izquierdo lék við góðan orðstír hjá Club Brugge.
José Izquierdo lék við góðan orðstír hjá Club Brugge. vísir/getty
Brighton hefur fest kaup á kólumbíska kantmanninum José Izquierdo frá Club Brugge.

 

Talið er að Brighton hafi borgað um 13,5 milljónir punda fyrir Izquierdo sem er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Kólumbíumaðurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við Brighton.

Izquierdo, sem er 25 ára, lék með Club Brugge í þrjú ár og skoraði 38 mörk í 117 leikjum fyrir belgíska félagið. Hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir Kólumbíu í júní á þessu ári.

Brighton veitir ekki af liðsstyrk en nýliðarnir hafa tapað báðum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og eiga enn eftir að skora mark.

Izquierdo gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Brighton þegar liðið sækir Watford heim næsta laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×