Lífið

Jay-Z minntist Chester Bennington um helgina og tók lagið Numb/Encore

Fallega gert hjá meistara Jay-Z.
Fallega gert hjá meistara Jay-Z.
Rapparinn Jay-Z minntist Chester Bennington á V-Festival í Weston Park í London um helgina og tók hann lagið Numb/Encore.

Jay-Z og hljómsveitin Linkin Park gerðu lagið gríðarlega vinsælt árið 2004 og hefur fráfall Bennington haft mikil áhrif á Jay-Z.

Söngvari hljómsveitarinnar Linkin Park, Chester Bennington, svipti sig lífi á heimili sínu þann 20. júlí aðeins 41 árs að aldri.

Ferill Bennington spannaði yfir tuttugu ár en hann var söngvari hljómsveitanna Linkin Park og Dead by Sunrise. Þá var hann aðalsöngvari hljómsveitarinnar Stone Temple Pilots árin 2013-2015.

Hljómsveit Bennington, Linkin Park, náði gríðarmiklum vinsældum um allan heim en hún var stofnuð árið 1996. Önnur plata Linkin Park, Meteroa, náði fyrsta sæti Billboard-lagalistans árið 2003 og þá hefur fyrsta plata sveitarinnar, Hybrid Theory, selst í yfir tíu milljónum eintaka.

Hér að neðan má sjá upptöku frá tónleikum Jay-Z í Weston Park frá því um helgina.


Tengdar fréttir

Hljómsveitarmeðlimir Linkin Park í rusli

„Elsku Chester, hjörtu okkar eru brostin.“ Svona hljóma upphafsorð minningargreinar hljómsveitarmeðlima Linkin Park sem þeir birtu á Facebooksíðu hljómsveitarinnar í dag. Chester Bennington framdi sjálfsvíg 20. júlí síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×