Fótbolti

Arsenal hefur áhuga á Maríu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María lék tvo leiki með norska landsliðinu á EM í Hollandi.
María lék tvo leiki með norska landsliðinu á EM í Hollandi. vísir/getty
Arsenal hefur áhuga á því að fá Maríu Þórisdóttir í sínar raðir. Jærbladet í Noregi greinir frá.

María leikur með norska landsliðinu og Klepp í norsku úrvalsdeildinni. Hún lék tvo af þremur leikjum Noregs á EM í Hollandi í síðasta mánuði og hefur leikið 13 af 14 deildarleikjum Klepp á tímabilinu.

María glímdi við erfið meiðsli sem héldu henni frá keppni í eitt og hálft ár. Hún sneri aftur á völlinn fyrr á þessu ári og er kominn á fulla ferð á nýjan leik.

María er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, en á norska móður og hefur alltaf búið í Noregi. Nú gæti orðið breyting á því.

Arsenal endaði í 3. sæti ensku kvennadeildarinnar á síðasta tímabili. Næsta tímabil hefst í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×