Enski boltinn

Messan: Wenger er svo þrjóskur að það hálfa væri nóg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger svekktur eftir tapið gegn Stoke um nýliðna helgi.
Wenger svekktur eftir tapið gegn Stoke um nýliðna helgi. vísir/getty
Sérfræðingar Messunnar, Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson, eru ekkert sérstaklega hrifnir af Arsene Wenger, stjóra Arsenal.

„Mér finnst ég alltaf vera að tala um sömu hlutina hjá Arsenal. Ár eftir ár. Hann keypti reyndar markvörð eftir þrjú eða fjögur ár og svo varnarmann líka,“ segir Arnar Gunnlaugsson.

„Svo er þetta búið að vera gapandi með þessa miðjustöðu. Kallinn er svo þrjóskur að það hálfa væri nóg. Til að taka næsta skref verður hann að fá sér almennilegan miðjumann.“

Jóhannes Karl Guðjónsson bætti um betur og sagði að vörnin væri ekki heldur nógu góð.

„Ég held að Wenger sé að ofmeta þessa leikmenn sína. Sérstaklega varnarmennina.“

Sjá má umræðuna um Arsenal hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×