Lífið

Víkingur Heiðar fékk loksins fálkaorðuna sína í dag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Víkingur Heiðar og Guðni á Bessastöðum fyrr í dag
Víkingur Heiðar og Guðni á Bessastöðum fyrr í dag Víkingur Heiðar
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari fékk afhenta fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Víkingur Heiðar var einn þeirra fjórtán Íslendinga sem Guðni Th. Jóhannsson sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þann 17.júní. Hann hafði þó ekki fengið sína orðu afhenta þar sem hann hefur eytt svo miklum tíma erlendis í sumar.

Víkingur Heiðar tók við fálkaorðunni sinni á Bessastöðum í dag og birti mynd af því á Instagram.

„Ég er innilega þakklátur fyrir þennan heiður,“ skrifaði Víkingur Heiðar við myndina. Hann lýsir forsetanum sem klárum, áhugaverðum og fyndnum manni.

Víkingur Heiðar er tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs sem afhent verða þann 1.nóvember næstkomandi í Finlandiahúsinu í Helsinki.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×