Íslenski boltinn

Ólafur um Anton Ara: Langt síðan að við sáum að hann er frábær markvörður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson. Vísir/Anton
Ólafur Jóhannesson var ánægður með að hans menn náðu að landa 2-0 sigri gegn Grindavík í Pepsi-deildinni í kvöld.

„Það vantaði aðeins upp á í fyrri hálfleik. Við fengum færin til að skora minnst eitt mark í viðbót. 1-0 er hættuleg forysta en við kláruðum leikinn,“ sagði Ólafur.

Grindvíkingar sóttu á Valsmenn í síðari hálfleik en náðu ekki að skapa sér mörg færi. „Við töluðum um það að fara ekki með of marga hátt upp sem við höfum verið að gera. Við vildum verja okkur. En það lá á okkur í smástund en það er vitað að hin liðin komast stundum inn í vítateig hjá okkur en við vorum undirbúnir fyrir það.“

Valsmenn héldu hreinu í kvöld og Anton Ari Einarsson átti frábæran leik í markinu. „Hann er frábær markvörður. Það er mjög gaman að þið sjáið það líka en það er langt síðan að við sáum það. Hann varði frábærlega allan leikinn.“

Ólafur er ánægður með sína menn og að hafa landað sigri í kvöld. Hann veit þó að það er heilmikið eftir af tímabilinu. „En staðan okkar er fín. Þetta er í okkar höndum sem er oft þægilegt. Við eigum samt mikið eftir - að fara til Vestmannaeyja, til Akureyrar og í Garðabæinn. Það er langur vegur frá því að mótið sé búið.“

Hér fyrir neðan má sjá frekari umfjöllun um leikinn í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×