Viðskipti innlent

Kynna Tempo fyrir erlendum fjárfestum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Höfuðstöðvar Nýherja í Borgartúni. Vísir/Vilhelm
Höfuðstöðvar Nýherja í Borgartúni. Vísir/Vilhelm
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja
Stjórnendur Nýherja hafa kynnt erlendum fjárfestum rekstur dótturfélagsins Tempo. Ekki hefur þó verið ákveðið hvort félagið verður sett í formlegt söluferli.

Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, segir að fyrst liggi fyrir að ljúka ákveðnum áföngum áður en tekin verði ákvörðun um það. Meðal þeirra sé yfirfærsla viðskiptavina á nýja útgáfu af Tempo Cloud fyrir Jira sem lauk nú í sumar.

Hann segir stjórnendur Nýherja og Tempo hafa fundað með fjárfestum á ráðstefnum í Lundúnum og San Francisco. Þeir hafi sýnt félaginu töluverðan áhuga.

>„Við höfum horft til þess að fá til liðs við okkur samstarfsaðila sem hefur reynslu og þekkingu á alþjóðlegri hugbúnaðarstarfsemi sem myndi nýtast til að styðja enn betur við þann vöxt og uppbyggingu Tempo sem fram undan er. Ef af yrði, þá kemur til greina að selja meirihluta í félaginu, en líklega ekki félagið í heild sinni. Við höfum mikinn hug á að vera áfram þátttakendur í þeirri frábæru vegferð sem Tempo er á,“ segir hann en tekur þó fram að það sé hlutverk stjórnar að ákveða það endanlega. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×