Innlent

Þrír staðnir að þjófnaði í Smáralind

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þremenningarnir voru staðnir að búðarhnupli í Smáralind í gær.
Þremenningarnir voru staðnir að búðarhnupli í Smáralind í gær. Vísir/Albert
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í Smáralind klukkan 17:49 í gær. Þrír aðilar á aldrinum 29-41 árs voru þar staðnir að verki en einn framvísaði einnig ætluðum fíkniefnum við afskipti lögreglu. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Rétt fyrir miðnætti í gær var bifreið stöðvuð á Miklubraut í Reykjavík eftir að hafa verið mæld á of miklum hraða. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Annar ökumaður hafði verið stöðvaður laust fyrir klukkan 20 í gærkvöldi á Reykjanesbraut við Dalveg en sá er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka ítrekað sviptur ökuréttindum. Þá er hann einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Þrír ökumenn til viðbótar voru stöðvaðir í gærkvöldi og –nótt grunaðir um akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×