Enski boltinn

Guardiola um jafnteflið gegn Everton: Sjaldan verið stoltari í lífinu | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pep Guardiola sagði að frammistaða Manchester City gegn Everton í gær hafi gert hann afar stoltan, þrátt fyrir að liðið hafi mátt sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Everton.

Everton lenti undir snemma leiks með marki Wayne Rooney og missti svo Kyle Walker af velli með rautt spjald. En City kom til baka og jafnaði metin er Raheem Sterling skoraði gott mark.

„Ég hef sjaldan verið stoltari í lífinu yfir því hvernig við stóðum okkur, tíu gegn ellefu - á móti Everton sem er Evrópudeildarlið með leikmenn í hæsta gæðaflokki,“ sagði Guardiola í þvinguðu viðtali við Sky eftir leikinn í gær.

„Þetta var ekki auðvelt en við reyndum og fórum illa með nokkur tækifæri, þó svo að við hefðum spilað á móti ellefu leikmönnum.“

Guardiola vildi ekkert tjá sig um rauða spjaldið sem Walker fékk og svaraði einfaldlega: „Næsta spurning, takk fyrir.“

Viðtalið má sjá allt í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×