Fótbolti

Hættulegt fyrir frönsku deildina ef Mbappe fer til PSG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kylian Mbappe í leik með PSG.
Kylian Mbappe í leik með PSG. Vísir/Getty
Franska liðið PSG er á góðri leið með að klófesta ungstirnið Kylian Mbappe frá Monaco, ef marka má fréttir ytra. Sky Sports fullyrðir þó að nú sé rætt um eins árs lánssamning en með möguleika á að kaupa hann að ári liðnu.

PSG er nýbúið að kaupa Brasilíumanninn Neymar á 222 milljónir evra en sögusagnir hafa verið á kreiki um að franska félagið myndi greiða 180 milljónir evra fyrir Mbappe, verði af kaupunum.

Mbappe og Monaco slógu í gegn á síðasta tímabili er liðið varð franskur meistari. Um leið náði Monaco að stöðva fjögurra ára sigurgöngu PSG í frönsku deildinni.

Sjá einnig: Mbappe rekinn heim af síðustu æfingu

„Miðað við það sem við sáum á sunnudag væri það hollt að fá Mbappe til PSG?“ sagði Jean-Michael Aulas, forseti Lyon, og vísaði til 6-2 sigurs PSG á Toulouse um helgina þar sem Neymar átti stórleik og skoraði tvö mörk.

„Er þetta gagnlegt fyrir deildina og þróun viðskipta í fótboltanum? Það er ekkert jafnvægi fyrir fjárfesta,“ sagði hann.

Hann efast enn fremur að það sé hollt fyrir PSG að fá hverja stórstjörnuna á fætur annarri í liðið.

„Ef maður hleður liðið af stórstjörnum fyrir ofurnáttúrulegar fjárhæðir þá verður öll samkeppni úr sögunni í liðinu.“


Tengdar fréttir

Fullyrt að Mbappe semji við PSG

Muni elta Brasilíumanninn Neymar til PSG sem er sagt ætla að greiða 180 milljónir evra fyrir ungstirnið.

Buffon keppir við Messi og Ronaldo

Gianluigi Buffon, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru í dag tilnefndir sem bestu knattspyrnumenn Evrópu en valið stendur á milli þeirra í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×