Erlent

„Skyndiskilnaðir“ innan íslam gerðir ólöglegir á Indlandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögmaðurinn Farha Faiz ræðir við fjölmiðla eftir að dómur féll í málinu í dag. Hún er harður andstæðingur aðferðarinnar.
Lögmaðurinn Farha Faiz ræðir við fjölmiðla eftir að dómur féll í málinu í dag. Hún er harður andstæðingur aðferðarinnar. Vísir/AFP
Hæstiréttur á Indlandi hefur úrskurðað að svokallaðir „skyndiskilnaðir“, sem tíðkast hafa innan íslam, brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. Úrskurðurinn er talinn marka stórt framfaraskref fyrir kvenréttindabaráttu á Indlandi.

Indland var eitt fárra ríkja þar sem karlmönnum innan íslam var gert kleift að skilja við eiginkonur sínar á örskotsstundu með því að segja orðið „talaq“, sem þýðir skilnaður, þrisvar sinnum í röð. Konurnar höfðu ekki slík réttindi.

Sjá einnig: Hæstiréttur Indlands tekur „skyndiskilnað“ innan íslam til umfjöllunar

Fimm Múslimakonur, sem höfðu verið beittar skyndiskilnaðaraðferðinni, og tvö baráttusamtök sóttu málið í Hæstarétti Indlands en fimm dómarar tóku afstöðu í málinu. Þrír tóku afstöðu með því að gera skilnaðina ólöglega en einn dómarinn var Hindútrúar, einn síkatrúar, einn kristinn, einn sóróisti og einn múslimi.

Indverskir karlmenn sem eru íslamstrúar hafa síðustu ár notað skyndiaðferðina í auknum mæli til að skilja við eiginkonur sínar. Þeir hafa notast við sendibréf, símtöl, smáskilaboð, Skype og smáforritið WhatsApp til að koma skilaboðunum áleiðis.

Ekkert er þó minnst á aðferðina í Kóraninum en hún hefur þegar verið bönnuð í löndum á borð við Bangladesh og Pakistan, þar sem meirhluti þjóðarinnar er íslamstrúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×