Erlent

Dyravörður neitaði Friðriki prins um inngöngu

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 49 ára krónprins er giftur hinni áströlsku Mary.
Hinn 49 ára krónprins er giftur hinni áströlsku Mary. Vísir/AFP
Dyravörður neitaði Friðriki, krónprins Danmerkur, um inngöngu á skemmtistað í áströlsku borginni Brisbane um helgina þar sem hann gat ekki sýnt fram á skilríki.

Friðrik, sem var lengi kallaður „Partýprinsinn“, fékk ekki að koma inn á Jade Buddha Bar rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöldinu. Frá þessu greinir Courier Mail.

Um korteri síðar sneri prinsinn og fylgilið hans aftur, ásamt sjö áströlskum lögreglumönnum sem náðu að sannfæra eiganda staðarins að hleypa prinsinum inn.

Hinn 49 ára krónprins er giftur hinni áströlsku Mary og er staddur í landinu í tilefni af róðrarkeppni í Queensland.

Í fjölmörgum fylkjum Ástralíu þurfa allir þeir sem vilja komast inn á skemmtistaði að framvísa skilríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×