Handbolti

Davíð hættur við hætta og kominn í Víkina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Davíð og Björn Einarsson, formaður Víkings, handsala samninginn.
Davíð og Björn Einarsson, formaður Víkings, handsala samninginn. mynd/víkingur
Markvörðurinn Davíð Svansson hefur skrifað undir eins árs samning við nýliða Víkings í Olís-deild karla í handbolta.

Davíð er uppalinn hjá Aftureldingu og hefur leikið með liðinu undanfarin ár. Eftir síðasta tímabil ákvað hann að leggja skóna á hilluna og einbeita sér að þjálfun kvennaliðs Aftureldingar.

Davíð hefur hins vegar snúist hugur og mun verja mark Víkings í vetur. Þetta er mikill styrkur fyrir Víkinga enda hefur Davíð verið í hópi bestu markvarða landsins undanfarin ár.

Davíð er annar markvörðurinn sem Víkingar fá í sumar en áður höfðu þeir fengið Hrafn Valdísarson frá KR. Þeim er ætlað að fylla skarð Einars Baldvins Baldvinssonar sem er farinn til Íslands- og bikarmeistara Vals.

Víkingur mætir Fjölni í nýliðaslag í 1. umferð Olís-deildarinnar 11. september næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×