Handbolti

Haukar sækja liðsstyrk úr FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Halldór Ingi Jónasson í leik með FH.
Halldór Ingi Jónasson í leik með FH. Vísir/Ernir
Haukar hafa brugðist við meiðslavandræðum sínum á hægri vængnum með því að semja við Halldór Inga Jónasson, uppalinn leikmann hjá FH. Halldór Ingi mun því spila með Haukum í Olís-deild karla í handbolta í vetur.

Halldór Ingi hefur gert tveggja ára samning við Hauka með möguleika á eins árs framlengningu en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag.

„Ég er mjög sáttur við þessa lendingu,“ sagði hann en hann er fenginn vegna mikilla meiðslavandræða Hauka á hægri sóknarvæng sínum en liðið missti tvo örvhenta leikmenn í meiðsli í sama leiknum í síðustu viku.

Sjá einnig: Haukar misstu þrjá örvhenta leikmenn á nokkrum dögum

Halldór Ingi reiknaði ekki með því að skipta yfir í Hauka en ákvað að stökkva á þetta tækifæri.

„Það er skrýtið að skipta úr FH yfir í Hauka en maður verður stundum að hugsa um sjálfan sig í aðstæðum sem þessum. Þetta er kostur sem mér líst vel á,“ sagði hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×